Íslenska ferðahandbókin 2009

Besta safn ferðaupplýsinga fyrir Íslendinga á netinu.

LONDON HEATHROW

Eins og alltaf fær maður meira með því að leita aðeins fjær flugvellinum. Á vefsíðunni http://londontoolkit.com/travel/heathrow_hotels.htm er að finna sérstaklega góða úttekt á gistimöguleikum í kringum Heathrow og hvernig að komast má þangað með strætó, neðanjarðarlest og á leigubíl.

Jurys Inn Heathrow er 364 herbergja hótel sem er svolitið einangrað en það er auðvelt að komast þangað frá flugvellinum og auðvelt að fara þaðan inn í miðbæinn. Vefsíðan útskýrir hvernig að fara frá flugvellinum til hótelsins með Hoppa H9 flugvallarskutlinu (£4), strætó #285 (ókeypis), eða neðanjarðarlest. Eins manns og tveggja manna herbergi kosta um það bil £70. Það tekur þrjár mínútur að labba á milli hótelsins og Hatton Cross stoppistöðvar neðanjarðarlestarinnar; hótelið sést ekki frá stoppistöðinni (Eastern Perimeter Road, Hatton Cross, Hounslow, Heathrow TW6 2SR, England, +44 20 8266 4664, heathrowhotels.jurysinns.com).

Minni fjölskyldurekinn gististaður í þorpi nálægt flugvellinum er Harmondsworth Hall, 12-herbergja gisthús sem býður upp á eins manns herbergi fyrir £70 og tveggja manna herbergi fyrir £80 (öll með sérbaði og morgunmat). Leigubíll frá Heathrow kostar £8-9 en best er að hringja í staðarleigubíl í +44 1895 444333 frekar en að nota leigubíla á flugvellinum (Summerhouse Lane, West Drayton UB7 0BG, England, +44 208 759 1824, elaine@harmondsworthhall.com, www.harmondsworthhall.com). Þetta er ágætis valkostur fyrir þá sem eru með bílaleigubíl en ekki besti kosturinn fyrir þá sem ætla að fara mikið inn í London, vegna þess að það þarf að taka strætó í West Drayton og svo lest inn í Paddington Station (60 mínútna ferð).

Tvö dýr hótel eru tengd beint inn í flugstöðvarnar í Heathrow. Hilton London Heathrow er tengt við Terminal 4. Það má búast við að herbergi kosti hið minnsta £170 (+44 208 759 7755, www.hilton.co.uk/heathrow). Sofitel, sem er 605 herbergja hótel, er tengt við nýju flugstöðina (Terminal 5) og herbergi án morgunmats kostar um £150 (+44 208 757 7777, www.sofitelheathrow.com). Afslættir eru í boði hjá báðum hótelum ef þú borgar fyrirfram og afsalar þeim réttindum að afbóka.

Vefsíða flugvallarins: www.heathrowairport.com

Að fara á milli Heathrow og London: Þó að hún tekur sinn tíma, neðanjarðarlestin er ódýrasta leiðin til Heathrow og stoppar á öllum flugstöðum. Það kostar um það bil £4 inn í allar stoppistöðvar í miðbænum, en Heathrow Express, sem stoppar bara á Paddington, kostar £15. Önnur hvor neðanjarðarlest stoppar við Terminal 4 og önnur hvor við Terminal 5.