Íslenska ferðahandbókin 2009

Besta safn ferðaupplýsinga fyrir Íslendinga á netinu.

MINNEAPOLIS-ST. PAUL

Það er ekkert hótel á flugvallarsvæðinu í Minneapolis, en það eru nokkur hótel á sporvagnarlínunni sem fer á milli flugvallarins og Mall of America, sem tekur þrjár stoppistöðvar og níu mínútur (sjá www.metrotransit.org/rail). Leikurinn snýst um að finna eitthvað sem er í ódýrari kantinum en er samt rétt hjá sporvagnastoppistöð þannig að það þarf ekki að ganga of langt.

Hér eru tvö hótel sem eru beint á móti Mall of America á endastöð sporvagnarins. The Days Inn Mall of America er frekar einfalt og alls ekki lúxúshótel en kemur til greina vegna þess að það er ódýrt (Verð: Tveggja manna herbergi um það bil $80 á nótt; 1901 Killebrew Dr., Bloomington, MN 55425, +1 952 854-8400, www.daysinn.com). Country Inn & Suites at Mall of America fær góðar umsagnir en tveggja manna herbergi kostar að minnsta kosti $130 (2221 Killebrew Dr, Bloomington, MN 55425, +1 952 854-5555, countryinns.com). Bæði hótel bjóða upp á að skutla ferðamönnum ókeypis til flugvallarins ef þú vilt ekki eða getur ekki tekið sporvagninn, og bæði bjóða jafnvel upp á akstur í verslunarmiðstöðina fyrir þá sem vilja ekki eða geta ekki labbað þangað.

Vefsíða MSP flugvallarins: www.mspairport.com